Útför Hrafnkels A. Jónssonar

Hrafnkell A. Jónsson verður jarðsettur í Egilsstaðarkirkju föstudaginn 8.júní, klukkan 14:00. Erfidrykkja verður í Menntaskólanum á Egilsstöðum ( Hótel Eddu ) að athöfn lokinni.

Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök sjúkrahússins á Egilsstöðum.

 


Andlátstilkynning Hrafnkels Jónssonar

pabbi1Hrafnkell A. Jónsson er látinn, hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum síðastliðið þriðjudagskvöld, 59 ára að aldri. Hrafnkell var fæddur á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og ólst upp í Klausturseli á Jökuldal. Hann var búfræðingur frá bændaskólanum á Hólum 1965 og bóndi í Klausturseli á árunum 1969 til 1974, er hann flutti á Eskifjörð. Á Eskifirði stundaði hann fyrst almenn verkamannastörf og fór strax að taka þátt í starfi verklýðsfélagsins Árvakurs og var formaður félagsins um tíma og starfaði að málefnum verkalýðsfélaga í áraraðir. Hann sat í bæjarstjórn á Eskifirði um sex ára skeið, varð forseti bæjarstjórnar, var starfandi bæjarstjóri þar um tíma og starfaði á vettvangi sveitarstjórnarmála á Austurlandi árum saman. Hrafnkell flutti upp í Egilsstaði árið 1996 þegar hann tók við stöðu Héraðsskjalavarðar þar og því starfi gegndi hann til dauðadags. Hann átti sæti á framboðslistum sjálfstæðisflokksins til Alþingis, varð varaþingmaður og  tók sæti  á Alþingi sem slíkur. Hrafnkell giftist Sigríði Ingimarsdóttur frá Skriðufelli í Jökulsárhlíð árið 1969 og þau eignuðust tvö börn, Bjartmar Tjörva og Fjólu Margréti sem bæði búa á Egilsstöðum.   

Tengt efni:

Heimasíða: www.hrafnkell.is

Umfjöllun hjá Afli starfgreinafélagi Austurlands: http://www.asa.is

Tilkynning á visir.is http://visir.is/article/20070531/FRETTIR0604/305310013/-1/FRETTIR

Tilkynning á austurlandið.is http://www.austurlandid.is/?frett_id=1418

 Blogg Jakobs frænda http://jakobjonsson.blog.is/blog/jakobjonsson/

 


mbl.is Hrafnkell A. Jónsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af heilsufari og pólitík

Pabbi bað mig um að setja inn nokkur orð frá sér. 

Hann er á lyfjameðferð og fylgir því talsverð ógleði og önnur óþægindi.  Sjónin er orðin mjög léleg og heyrnin líka og almennt mjög slappur og slæptur.

Varðandi póltíkina, þá varar hann sjálfstæðisflokkinn við góðum tölum úr skoðanakönnunum. Þeir megi ekki ofmetnast og hafi það hugfast að það þarf að berjast fyrir hverju einasta atkvæði og byrja strax. Honum finnst framboðin koma seint fram í Norð-austur kjördæmi og þar sé talsvert af nýjum ókynntum frambjóðendum. Spá hans fyrir kjördæmið í næstu kosningum er svona:

X-D - 4 þingmenn.

X-B - 2 þingmenn.

X-V - 2 þingmenn.

X-S - 2 þingmenn.

Aðrir ekkert.

Svo vill hann helst fá áframhaldandi ríkistjórnarmynstur. En verði sú staðreynd ofan á að stjórnin falli, þá sé það lykilatriði að X-D verði áfram í stjórn og þá með þeim flokki sem hefur bolmagn í tveggja flokka stjórn með þeim. Sem miðað við síðustu skoðanakannanir er annaðhvort Vinstri grænir eða Samfylkingin.

Fyrir hönd Hranfkels

Tjörvi Hrafnkelsson


Fréttir af heilsufar

Pabbi bað mig um að setja nokkur orð hérna á síðuna hjá sér. Eins og fólk hefur séð hefur pabbi verið að glíma við erfið veikindi. Í byrjun árs fékk hann hins góðar niðurstöður úr tékki, þar sem niðurstaðan var sú að engar sannanir væru fyrir framgöngu krabbans í hausnum. Það ríkti því mikil bjartsýni um að nú lægi allt upp

Pabbi bað mig um að setja nokkur orð hérna á síðuna hjá sér. Eins og fólk hefur séð hefur pabbi verið að glíma við erfið veikindi. Í byrjun árs fékk hann hins góðar niðurstöður úr tékki, þar sem niðurstaðan var sú að engar sannanir væru fyrir framgöngu krabbans í hausnum. Það ríkti því mikil bjartsýni um að nú lægi allt upp á við.  

Viku eftir þessar fréttir fékk pabbi hinsvegar blóðtappa og rúntaði hann milli heilbrigðistofnana á austurlandi og norðurlandi til að hægt væri að finna það út. Hann fór í blóðþynningarmeðferð til að vinna á blóðtappanum. Í lok janúar, þá er þessi meðferð ekki farin að vinna sem skyldi og fóru þá fram fleiri rannsóknir og þá kemur í ljós að hann mun hafa fengið þögult hjartaáfall mitt í þessari meðferð. Meðhöndlunin við því var sú meðferð sem hann var í vegna blóðtappans. Það fór því allur febrúar í að vinna á þessum nýju kvillum og er hann búin að vera afspyrnu slappur.  
Síðustu vikur hefur svo farið að bera á miklum sjóntruflunum og jafnvægisskynið er bara ekki fyrir hendi. 7 mars var svo tékk aftur á hausnum, til að tékka á krabbanum og niðurstöður þeirrar rannsóknar eru afskaplega neikvæðar. Krabbinn er kominn á stað á þremur stöðum í hausnum, en er á byrjunarstigi en er illviðráðanlegur. Það er ekki hægt að skera eða geisla, en hann fer á lyfjameðferð, sem er einungis líkleg til að halda aftur af framvindunni. Þannig að þetta lýtur vægast sagt ekkert sérstaklega vel út. Honum eru heimsóknir kærkomnar, en það er rétt að fólk kynni sig samt þegar það kemur, því eins og ég nefndi er sjónin farin að gefa sig.

Faðir allra krata

Nú er framundan ein suðurferðin. Að morgni 7. mars fljúgum við Fjóla suður og líklega verða þær nöfnur með, þá um morguninn mæti ég svo í segulómun. Mér er ekkert sérlega rótt en hef þó enga ástæðu til að búast við slæmri skoðun. Mér gengur held ég bara nokkuð vel í endurhæfingunni. Sjónin er svo sem alltaf að plaga mig hvort sem það er merki þess að maddama Krabb sé að hrekkja mig. Ég held að það sé ekki ástæðan.

Ég fæ alltaf góða gesti í heimsókn. Og sé hverjir eru vinir í raun. Það er athyglisvert. Mér þykir sérlega vænt um hvað Eskfirðingar hafa verið ræktarlegir við okkur. Hafi þeir sem haft hafa tíma til að sinna vesaling mínum heila þökk. 

Íslenskir fjölmiðlar geðu stólpagrín að Turkmenum fyrir dýrkun þeirra á forseta landsins sem sofnaði til feðra sinna fyrir skömmu. Sá heiðursmaður lét kalla sig föður allra Turkmena, síðan var það sem hann lét frá sér fara skyldulesning. En trúlega er rétt að hætta að gera grín að Turkmenum. Frelsari er fæddur hann kom fram í Hafnarfirði og heitir Jón Baldvin. Þeir sem nutu þess fagnaðar að heyra predikun hans um atvinnumál í Hafnarfirði vilja að fagnaðarerindið verði sent á hvert heimili og verði þar væntanlega skyldu lesning.  

Hver verður framtíð hins vinnandi manns á Íslandi. Þegar komnir verða tl valda menn sem skilja ekki þörf almennings til vinnu. Ísland er auðugt að náttúrugæðum. Það getur fóstrað þjóðina þannig að engir þurfa að líða skort. Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn breyti um stefnu því hörð markaðshyggja leiðir til ójafnaðar. Ég treysti þó Sjálfstæðisflokknum einum til að framkvæma jöfnuð af réttlæti. Ég hef í legunni horft mikið á umræður af þingi og orðið fróðari um þá sem þar véla um. Eftir að hafa metið Steingrím J. Sigfússon mikils sem stjórnmálamann, varð mér það á að heyra hann fjalla um atvinnuuppbyggingu á Íslandi. Þar tók hann fyrir áform Húsvíkinga, Hafnfirðinga, Reyknesinga og Þorlákshafnarbúa um uppbyggingu orkufreks iðnar. Steingrímur skaut allar þessar hugmyndir út af borðinu, en komu þá ekki nýjar og ferskar hugmyndir? Ekki man ég eftir einni einustu! Mun þessi maður stjórna atvinnumálum íslendinga næstu árin? Hann mun þar njóta hins ráða góða Jóns Baldvins  föður allra krata.


Er sturlungaöld í vændum?

Mun Baldur Freysgoði verjast? Ég hef látið kyrrt með blogg upp á síðkastið. Við svo búið má ekki sitja. Síðustu vikur hafa verið allgóðar. Ég er búinn að vera í þjálfun hjá Sverri og ég held mér fari fram, þótt enn sé ég skratti valtur. Ég treysti mér ekki einn með hækjuna en það kemur. Þá er ég reglulega í Iðjuþjálfun hjá Eygló Daníelsdóttur. Ég er kominn með góðan styrk í hendurna.r. Hvað framtðín ber í skauti er erfitt að segja. Ég er bjartsýnn en reyni líka að vera raunsær.

Þá er það pólitíkin. Frjálslyndir hafa sýnt á spilin og eru með gosa á hendi. Sigurjón Þórðarson, þingmann og Hegranesgoða. Sigurjón þekki ég ekki nema af skrifum hans og ræðum. Ekki get ég sagt að þau kynni gefi þá mynd að af honum sé sérstök hýbýlaprýði. Mér hefur þótt hann meinyrtur og illorður um einstaka andstæðinga sýna. Það er hins vegar ósanngjarnt að láta slíkt ráða alfarið mati á manninum. Það hefur gerst áður að Ásbirningar berðust til valda á Austurlandi. Yfirleitt voru Ásbirningar hinir verstu ribbaldar og yfirgangssamir. Mér segir hugur um að Sigurjón Hegranesgoði verði enginn friðflytjandi. Það kynni samt að sitja í mönnum yfirgengilegur málflutningur hans í garð Halldórs Ásgrímssonar. Austfirðingar hafa borið mikla virðingu fyrir Halldóri og hafa virt fjölskyldu hans að verðleikum. Sigurjón væri maður að meiri ef hann bæðist afsökunar á gífuryrðum sínum um Halldór. Ég óska Sigurjóni farsældar. Ég mun ekki kjósa hann, en tel Austurland eigi að taka með fögnuði hverjum nýjum liðsmanni.


Ómar á þing???????????????????????????????????

Ómar á þing??????????????????????????????????????? Ég fór í huggulegan spássertúr með Sverri sjúkraþjálfara í gær. Það nálgast að ég geti fatið í sjúkraþjálfun. ÞAÐ VERÐUR Áfangi.  Ég benti doktorum mínum á að eftir að hjartaáfallið greindist að nú væri bara eftir að greina mig með fuglaflensu. Þeir tóku svona ábyrgðarlausu tali vel.Ég hitti lækni í gær, hann gaf mér góðar vonir. Ég sef betur og sé ekki manninn með ljáinn í hverjum skugga.Það er ýmislegt að gerast í pólitíkinni. Mér þykir þeir brattir þeir frjálslindu að fórna Margtréti Sverrisdóttur fyrir karlgerpi eins og Magnús Þór. Ég var að hlusta á Ómar Ragnarsson eftir fund Framtíðarlandsins. Líklega hefði Sjálfstæðisflokkurinn átt að bjóða Ómari öruggt þingsæti. Umhverfismál verða mál málanna næstu árin. Þekking Ómars á þeim málum er óumdeilanleg.  Við eigum að velja hæfasta fólkið til þingsetu. Það getur líka farið út af sporinu, það gerði Ómar í baráttu sinni gegn Kárahnjúkum. Þekking hans áumhverfismálum er ekki minni fyrir það. Ég datt á höfuðið um daginn ogs lósvohausnum við stein í gær. Því þrátt fyrir þekkingu Ómars á umhverfismálum verður ekki komist hjá því að hann er stækt afturhald þegar kemur að nýtingu orkunnar. Það væri af þeim sökum nær að tala um Steinaldarfólkiðn í stað þess að tala um Framtíðarlandið.

http://www.hrafnkell.is/ 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Um bloggið

Hrafnkell Jónsson

Höfundur

Hrafnkell A Jónsson
Hrafnkell A Jónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • pabbi1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband