Fréttir af heilsufar

Pabbi bað mig um að setja nokkur orð hérna á síðuna hjá sér. Eins og fólk hefur séð hefur pabbi verið að glíma við erfið veikindi. Í byrjun árs fékk hann hins góðar niðurstöður úr tékki, þar sem niðurstaðan var sú að engar sannanir væru fyrir framgöngu krabbans í hausnum. Það ríkti því mikil bjartsýni um að nú lægi allt upp

Pabbi bað mig um að setja nokkur orð hérna á síðuna hjá sér. Eins og fólk hefur séð hefur pabbi verið að glíma við erfið veikindi. Í byrjun árs fékk hann hins góðar niðurstöður úr tékki, þar sem niðurstaðan var sú að engar sannanir væru fyrir framgöngu krabbans í hausnum. Það ríkti því mikil bjartsýni um að nú lægi allt upp á við.  

Viku eftir þessar fréttir fékk pabbi hinsvegar blóðtappa og rúntaði hann milli heilbrigðistofnana á austurlandi og norðurlandi til að hægt væri að finna það út. Hann fór í blóðþynningarmeðferð til að vinna á blóðtappanum. Í lok janúar, þá er þessi meðferð ekki farin að vinna sem skyldi og fóru þá fram fleiri rannsóknir og þá kemur í ljós að hann mun hafa fengið þögult hjartaáfall mitt í þessari meðferð. Meðhöndlunin við því var sú meðferð sem hann var í vegna blóðtappans. Það fór því allur febrúar í að vinna á þessum nýju kvillum og er hann búin að vera afspyrnu slappur.  
Síðustu vikur hefur svo farið að bera á miklum sjóntruflunum og jafnvægisskynið er bara ekki fyrir hendi. 7 mars var svo tékk aftur á hausnum, til að tékka á krabbanum og niðurstöður þeirrar rannsóknar eru afskaplega neikvæðar. Krabbinn er kominn á stað á þremur stöðum í hausnum, en er á byrjunarstigi en er illviðráðanlegur. Það er ekki hægt að skera eða geisla, en hann fer á lyfjameðferð, sem er einungis líkleg til að halda aftur af framvindunni. Þannig að þetta lýtur vægast sagt ekkert sérstaklega vel út. Honum eru heimsóknir kærkomnar, en það er rétt að fólk kynni sig samt þegar það kemur, því eins og ég nefndi er sjónin farin að gefa sig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jónatan Hermannsson heiti ég.  Ég sendi Hrafnkatli mínar bestu kveðjur.  Ég hef fylgst með baráttu hans við veikindin gegnum heimasíðuna.  Við þekktumst þegar við vorum í blóma lífsins.  Hetjuskapur Hrafnkels kemur mér því ekki á óvart.  Ég veit, að hann mun aldrei gefast upp, þó er víst, að við förum öll á endanum sömu leiðina.  Kveðjur.  Jónatan

Jónatan Hermannsson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrafnkell Jónsson

Höfundur

Hrafnkell A Jónsson
Hrafnkell A Jónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • pabbi1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband