Af heilsufari og pólitík

Pabbi bað mig um að setja inn nokkur orð frá sér. 

Hann er á lyfjameðferð og fylgir því talsverð ógleði og önnur óþægindi.  Sjónin er orðin mjög léleg og heyrnin líka og almennt mjög slappur og slæptur.

Varðandi póltíkina, þá varar hann sjálfstæðisflokkinn við góðum tölum úr skoðanakönnunum. Þeir megi ekki ofmetnast og hafi það hugfast að það þarf að berjast fyrir hverju einasta atkvæði og byrja strax. Honum finnst framboðin koma seint fram í Norð-austur kjördæmi og þar sé talsvert af nýjum ókynntum frambjóðendum. Spá hans fyrir kjördæmið í næstu kosningum er svona:

X-D - 4 þingmenn.

X-B - 2 þingmenn.

X-V - 2 þingmenn.

X-S - 2 þingmenn.

Aðrir ekkert.

Svo vill hann helst fá áframhaldandi ríkistjórnarmynstur. En verði sú staðreynd ofan á að stjórnin falli, þá sé það lykilatriði að X-D verði áfram í stjórn og þá með þeim flokki sem hefur bolmagn í tveggja flokka stjórn með þeim. Sem miðað við síðustu skoðanakannanir er annaðhvort Vinstri grænir eða Samfylkingin.

Fyrir hönd Hranfkels

Tjörvi Hrafnkelsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég vil senda kærar kveðjur mínar til Hrafnkels. Vona að honum gangi vel í baráttunni, þó blási á móti um stundir. Hann er og hefur alla tíð verið mikill baráttumaður og ég vona að hann verði það sterkur að blása þetta af sér. Hann hefur verið mjög sterkur í gegnum þetta erfiða ferli og það er sorglegt að sjá hversu erfiður veturinn hefur verið fyrir hann.

Tek undir þessa spá hans og er honum alveg sammála í matinu á stöðu mála. Það er afar mikilvægt að tryggja trausta stjórn í vor og öfluga forystu Sjálfstæðisflokksins, enda er það eini flokkurinn sem getur tryggt okkur öfluga forystu að mínu mati.

bestu kveðjur frá Akureyri

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.4.2007 kl. 01:59

2 Smámynd: Rósa Jónsdóttir

Haddi minn!

Sjálfsstæðismenn á austurlandi eru bara búnir að vera svo góðu vanir að hafa þig sem umboðsmann og smalandi atkvæðum að þeir hafa sofið á verðinum í vetur. Ég óska flokknum góðs.

Ég er að smala drengjum á bigband æfingu og sundæfingu og á meðan þeir þjálfa lungun hvor á sinn hátt búum við Sámur okkur undir ólík veðrabrigði (rigning og sól hér til skiptis) og göngum til góðs. Vonandi næ ég að blogga um góða gönguferð í dag.

Kær kveðja

Rósa og allir hinir Kvíhyltingarnir

Rósa Jónsdóttir, 14.4.2007 kl. 10:41

3 Smámynd: Ólöf Nordal

Kæri Hrafnkell,

ég sendi hlýjar hugsanir frá minni fjölskyldu til þín.  Við í Sjálfstæðisflokknum í NA erum á fullu í baráttunni og munum ekki gefa neitt eftir til 12. maí.  Fram til sigurs!

Ólöf Nordal, 19.4.2007 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrafnkell Jónsson

Höfundur

Hrafnkell A Jónsson
Hrafnkell A Jónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • pabbi1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband