Andlátstilkynning Hrafnkels Jónssonar

pabbi1Hrafnkell A. Jónsson er látinn, hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum síðastliðið þriðjudagskvöld, 59 ára að aldri. Hrafnkell var fæddur á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og ólst upp í Klausturseli á Jökuldal. Hann var búfræðingur frá bændaskólanum á Hólum 1965 og bóndi í Klausturseli á árunum 1969 til 1974, er hann flutti á Eskifjörð. Á Eskifirði stundaði hann fyrst almenn verkamannastörf og fór strax að taka þátt í starfi verklýðsfélagsins Árvakurs og var formaður félagsins um tíma og starfaði að málefnum verkalýðsfélaga í áraraðir. Hann sat í bæjarstjórn á Eskifirði um sex ára skeið, varð forseti bæjarstjórnar, var starfandi bæjarstjóri þar um tíma og starfaði á vettvangi sveitarstjórnarmála á Austurlandi árum saman. Hrafnkell flutti upp í Egilsstaði árið 1996 þegar hann tók við stöðu Héraðsskjalavarðar þar og því starfi gegndi hann til dauðadags. Hann átti sæti á framboðslistum sjálfstæðisflokksins til Alþingis, varð varaþingmaður og  tók sæti  á Alþingi sem slíkur. Hrafnkell giftist Sigríði Ingimarsdóttur frá Skriðufelli í Jökulsárhlíð árið 1969 og þau eignuðust tvö börn, Bjartmar Tjörva og Fjólu Margréti sem bæði búa á Egilsstöðum.   

Tengt efni:

Heimasíða: www.hrafnkell.is

Umfjöllun hjá Afli starfgreinafélagi Austurlands: http://www.asa.is

Tilkynning á visir.is http://visir.is/article/20070531/FRETTIR0604/305310013/-1/FRETTIR

Tilkynning á austurlandið.is http://www.austurlandid.is/?frett_id=1418

 Blogg Jakobs frænda http://jakobjonsson.blog.is/blog/jakobjonsson/

 


mbl.is Hrafnkell A. Jónsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Megi allir góðir vættir styrkja og styðja hans ættinga

Ólafía Herborg (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 11:55

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Farðu í friði HErrann heilsi þér sem fornum félaga sæmir.

ÞAð þurfti auðvitað eitthvað svona til að leggja þig minn ljúfi vinur.

Þakka af heilum hug, margar snerrurnar se, við tókum um pólitíkkina á Landsfundum og víðar.

Kæru aðstandendur.

Það er ekki ævilengdin sem skiptir öllu, ehldur drengileg og heil framkoma við meðbræðurna og að lífsgangan geti orðið afkomendum og öðru samferðafólki til eftirbreytni í góðu.

Svo var um hann Hrafnkel

Með söknuði og hluttekningu

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 31.5.2007 kl. 11:56

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hrafnkell var mjög mætur flokksfélagi. Hann var baráttumaður sem þorði að segja sína skoðun hvar og hvenær sem var, en var ötull baráttumaður fyrir málstað flokksins og sjálfstæðisstefnunnar allt til enda. Það voru fáir duglegri við að vinna þeim málstað fylgis og tala fyrir honum en Hrafnkell. Það er mjög mikill sjónarsviptir af Hrafnkeli, langt um aldur fram.

Ég vil votta fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur.

Stefán Friðrik Stefánsson, 31.5.2007 kl. 12:22

4 identicon

Ég votta fjölskyldu Hrafnkels mínar innilegustu  samúðar.  Minnist hans síðan ég átti heima á Eskifirði ´81 til ´84.Sérstaklega í löggunni.Tjörfi og Fjóla bestu kveðjur sendi ég ykkur.Dóri

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 13:39

5 identicon

Nú er góður drengur fallinn frá. Ég mun sakna hans og vil votta fjölskyldunni dýpstu samúð. Maður kynnist ekki mörgum mönnum eins og Hrafnkeli um dagana.

Stefán Bogi Sveinsson (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 13:57

6 identicon

Ég votta fjölskyldu Hrafnkels mína innilegustu samúð. Guð blessi þig Hrafnkell og gefi þér frið í sálu þinni. Þakka fortíðar samstarf á Austurlandi.

Jónas Rafnar Ingason (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 15:18

7 identicon

Ég votta ætingjum Hrafnkels og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur.

Katrín Sól Högnadóttir

Neskaupstað

Katrín Sól högnadóttir (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 18:45

8 identicon

Þar fór góður maður allt of snemma, ég sendi ættingjum og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur

Ásdís Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 21:11

9 identicon

Elsku Sigga og börn.

Við vottum ykkur innilegustu samúðarkveðjum. Guð styrki ykkur og gæti á þessum sorgartíma.

Halldór, Hansína, Bjössi og börn

Veru, Guð faðir, faðir minn ,

í frelsarans Jesú nafni,

 hönd þín leiði mig út og inn,

svo allri synd hafni.

H.Pétursson

Halldór,Hansína,Bjössi og börn (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 16:36

10 identicon

Fjóla mín.  Ég samhryggist innilega þér og fjölskyldu þinni á þessum sorgartímum.  Megi Guð vera með ykkur í sorg ykkar.

mínar innilegustu samúðarkveðjur.

Hugi Árbjörnsson (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 16:57

11 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Votta fjölskyldu Hrafnkels samúð mína. Ég þekkti Hrafnkel ekki mikið en vissi þó vel af honum síðan ég var prestur á Hornafirði og Austfirðingar urðu mínir menn. Kunni alltaf vel við hann og fannst alltaf eitthvað hlýtt við hann og hans framgöngu. Guð blessi ykkur og minningu Hrafnkels. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 2.6.2007 kl. 19:24

12 identicon

Kæru aðstandendur Hrafnkels Jónssonar !

Ég votta ykkur samúð mína við fráfall Hranfkels.  Við vorum samnemendur í námi í Opinberri stjórnsýslu og stjórnun.  Hann kom frá austfjörðum og við þrjú frá vestjörðum og svo allir hinir.

Það var góður hópur sem útskrifaðist í júni 2004 .

Innilegar samúðarkveðjur !

Sigrún C. Halldórsdóttir

Ísafirði.

Sigrún C. Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrafnkell Jónsson

Höfundur

Hrafnkell A Jónsson
Hrafnkell A Jónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pabbi1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband