Er sturlungaöld í vændum?

Mun Baldur Freysgoði verjast? Ég hef látið kyrrt með blogg upp á síðkastið. Við svo búið má ekki sitja. Síðustu vikur hafa verið allgóðar. Ég er búinn að vera í þjálfun hjá Sverri og ég held mér fari fram, þótt enn sé ég skratti valtur. Ég treysti mér ekki einn með hækjuna en það kemur. Þá er ég reglulega í Iðjuþjálfun hjá Eygló Daníelsdóttur. Ég er kominn með góðan styrk í hendurna.r. Hvað framtðín ber í skauti er erfitt að segja. Ég er bjartsýnn en reyni líka að vera raunsær.

Þá er það pólitíkin. Frjálslyndir hafa sýnt á spilin og eru með gosa á hendi. Sigurjón Þórðarson, þingmann og Hegranesgoða. Sigurjón þekki ég ekki nema af skrifum hans og ræðum. Ekki get ég sagt að þau kynni gefi þá mynd að af honum sé sérstök hýbýlaprýði. Mér hefur þótt hann meinyrtur og illorður um einstaka andstæðinga sýna. Það er hins vegar ósanngjarnt að láta slíkt ráða alfarið mati á manninum. Það hefur gerst áður að Ásbirningar berðust til valda á Austurlandi. Yfirleitt voru Ásbirningar hinir verstu ribbaldar og yfirgangssamir. Mér segir hugur um að Sigurjón Hegranesgoði verði enginn friðflytjandi. Það kynni samt að sitja í mönnum yfirgengilegur málflutningur hans í garð Halldórs Ásgrímssonar. Austfirðingar hafa borið mikla virðingu fyrir Halldóri og hafa virt fjölskyldu hans að verðleikum. Sigurjón væri maður að meiri ef hann bæðist afsökunar á gífuryrðum sínum um Halldór. Ég óska Sigurjóni farsældar. Ég mun ekki kjósa hann, en tel Austurland eigi að taka með fögnuði hverjum nýjum liðsmanni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll félagi.

Ég er nú búin að vera á leiðinni til ykkar Siggu s.l. mánuði, en ekki farin enn. Stundum gleymi ég mér á Lagarási 4, þar á ég litla fjölskyldu eins og þú veist og 19. febrúar bættist lítil stúlka í hópinn. En ég sé mér til ánægju að þú ert bara nokkuð hress miðað við aðstæður. Það er trúlega því að þakka að þú hefur ekki fengið fuglaflensuna. Þetta eru nú meiri hremmingarnar sem þú ert búin að lenda í. Aldrei man maður eftir að þakka skaparanum fyrir heilsuna meðan hún er í lagi - eða er það! Ég vonast til að sjá ykkur fyrr en seinna. Skilaðu góðri kveðju til mæðgnanna þriggja og ég vona innilega að heilsa þín batni með hverjum degi. Svo styttist í vorið

Kveðja úr neðra Guðný Einars. Andres biður að heilsa.

Guðný Einarsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrafnkell Jónsson

Höfundur

Hrafnkell A Jónsson
Hrafnkell A Jónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pabbi1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband